Skip to main content
Monthly Archives

maí 2024

Veiðikortið 2024

Eftir Fréttir
Veiðikortið 2024
 
Hægt er að kaupa rafrænt veiðikort hjá Flugvirkjafélagi Íslands.
Veiðikortið er niðurgreitt af FVFÍ og kostar kr. 5.900 kr fyrir félagsmenn.
Veiðikortið er hægt að kaupa á orlofsvef FVFÍ hér
Nánari upplýsingar um veiðikortið er hægt að nálgast hér

Fordæmisgefandi dómur Hæstaréttar um vinnutíma í ferðum flugvirkja

Eftir Fréttir

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Landsréttar frá því sl. haust þess efnis að allur ferðatími flugvirkja hjá Samgöngustofu skilgreinist sem vinnutími. Flugvirkinn hafði því betur gegn íslenska ríkinu. Dómurinn hefur fordæmisgildi fyrir allan vinnumarkaðinn, hvort tveggja opinbera og almenna vinnumarkaðinn.

Í stuttu máli gengur niðurstaða dómsins út á að ef starfsmenn sem ferðast til annars áfangastaðar en reglubundinnar starfsstöðvar í því skyni að inna af hendi störf sín að kröfu vinnuveitandans, þar sem ferðatíminn er til lengri tíma en dagvinnutíma nemur, telst ferðatíminn til vinnutíma. Ber vinnuveitanda að tryggja lágmarksréttindi starfsmanns á þeim tíma lögum samkvæmt. Samgöngustofa og ríkið höfðu hafnað kröfu um að viðurkenna allan ferðatíma í ferðum milli landa sem vinnutíma, þrátt fyrir að sá hluti ferðatímans sem féll innan dagvinnutíma hafi verið viðurkenndur sem vinnutími og laun greidd fyrir dagvinnutímann. Byggir dómsniðurstaðan á túlkun á vinnutímaskilgreiningu, sem innleidd er í íslensk lög úr vinnutímatilskipun ESB. Héraðsdómur leitaði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins í því skyni að fá túlkun þess dómstóls á því hvernig skýra bæri umrætt ákvæði. Taldi EFTA-dómstóllinn að um vinnutíma væri að ræða þegar starfsmaður í svipaðri stöðu og flugvirkinn er í ferðum á vegum vinnuveitanda. Fallist var á dómsniðurstöðu EFTA-dómstólsins í málinu á öllum dómstigum hérlendis. Dómur Hæstaréttar er endanleg dómsniðurstaða um dómkröfu flugvirkjans.

Niðurstöðu Hæstaréttar er að finna hér: https://www.haestirettur.is/domar/_domur/?id=cdc3ef5b-6e88-4b16-a886-5644e6987ec1