Skip to main content
Monthly Archives

janúar 2025

Hugmyndabanki fyrir aðalkjarasamninga.

Eftir Fréttir

Kæru félagsmenn.

Nú styttist óðfluga í að aðalkjarasamningur milli FVFÍ og Icelandair losni, þann 31. desember 2025.

Þar sem kjarasamningur varðar alla félagsmenn á mikinn og mikilvægan hátt langar FVFÍ að gefa öllum tækifæri til þess að koma sínum hugmyndum á framfæri með þeim hætti að opna hugmyndabanka aðgengilegan félagsmönnum starfandi hjá Icelandair.

Í Appi félagsins er að finna frétt með tengli til að senda inn sína hugmynd. Þeir sem hafa ekki appið eru hvattir til að sækja sér appið á síma sína eða spjaldtölvur.

Android : FVFÍ

iOS-Apple: FVFÍ

 

Um leið og við hvetjum ykkur til þess að vera óhrædd við að koma með hugmynd til kjarabóta flugvirkja FVFÍ á framfæri, óskum við eftir málefnalegum flutning og ef við á, gögnum til rökstuðnings.

Þetta er fyrsta skrefið í undirbúningi fyrir þær samningaviðræður sem fara svo í gang seinna á árinu. Þær hugmyndir og gögn sem berast munu svo hjálpa vinnuhóp við að móta þau málefni og stefnu sem verður tekin.

Stjórn og vinnuhópar þakka kærlega fyrir öll þau framlög, vinnu og tíma sem einstaklingar leggja í þau gögn sem koma hér inn.

FVFÍ áskilur sér rétt til þess að hafa samband við viðeigandi aðila varðandi rannsókn á innsendum gögnum og vinnslu á þeim.

Stjórn FVFÍ

 

Umsóknir um orlofshús FVFÍ – Páskar 2025 og út maí 2025

Eftir Fréttir

Opnað verður fyrir umsóknir um orlofshús FVFÍ 17. janúar kl 12:00.

https://orlof.is/fvfi/

Tímabilin eru annars vegar páskavikan og hins vegar tímabilið til 31. maí 2025

Páskavikunni verður úthlutað eftir punktakerfi en annars gildir fyrstur kemur fyrstur fær.

60 punktar frádráttur fyrir leigu í páskavikunni.

 

Opnað verður fyrir umsóknir 17/01/2025 12:00.

Lokað fyrir umsóknir 27/01/2025 kl 23:59.