Ný heimasíða Flugvirkjafélags Íslands (FVFÍ) fer í loftið á www.flug.is þann 24. Nóv næstkomandi. Mun ný heimasíða FVFÍ leysa þá gömlu af hólmi.
Nýja heimasíðan er í töluvert breyttri mynd frá þeirri sem er, en hún mun þjónusta sem opin frétta og tenglasíða en allar fréttir og tilkynningar sem þar birtast eru öllum aðgengilegar.
Ekki verður hægt að komast inn á sér læst svæði fyrir notendur á nýju heimasíðunni.
Allar upplýsingar sem finna má á nýverandi síðu inn á læstu svæði verða því eingöngu aðgengilegar í appi FVFÍ og á skrifstofu Flugvirkjafélagsins í Borgartúni. Við hvetjum því alla félagsmenn til að sækja appið og setja það upp í snjalltæki.
Linkar á FVFÍ appið:
Android: https://play.google.com/store/apps/details?id=com.app.fvfi&hl=en&gl=US
iOS / iPhone / iPad: https://apps.apple.com/is/app/fvfi/id1469853993?uo=4