Skip to main content

Sveinspróf í flugvirkjun verður haldið helgina 20-21. apríl næstkomandi, ef næg þátttaka næst.

Eftir mars 8, 2024Fréttir

Umsóknir þurfa að berast fyrir 5. apríl 2024. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu félagsins, undir Eyðublöð og sendist til Flugvirkjafélag Íslands, Borgartúni 22, 105 Reykjavík, eða á flug@flug.is

Prófgjöld kr. 5.500.- Námskeiðsgjald kr. 35.500.-

Þeir sem hafa verið meðlimir FVFÍ í 6 mánuði greiða ekki fyrir námskeið.

Nánari upplýsingar má fá hjá skrifstofu félagsins í síma 5621610.