Skip to main content

Aðalfundur FVFÍ 2024

Eftir apríl 9, 2024Fréttir

 

Aðalfundur FVFÍ verður haldinn miðvikudaginn 24. apríl í sal félagsins að Borgartúni 22 og hefst kl. 18:30

 

Fundarefni:

  1. Hefðbundin aðalfundarstörf
  2. Lagabreytingar:
    • Önnur umræða og kosning um tillögur af lagabreytingum á lögum Sjúkrasjóðs FVFÍ.
    • Kosið um reglugerðabreytingar á Starfsmenntasjóð FVFÍ.
    • Aðrar tillögur ef berast.
  3. Kosning stjórnar.
  4. Önnur mál.
  5. Veitingar að fundi loknum.

Tillögur til lagabreytinga verða að hafa borist stjórn félagsins eigi síðar en viku fyrir aðalfund.

Eftirfarandi aðilar munu bjóða sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu:

Óskar Einarsson – Icelandair
Þorgrímur Sigurðsson – Icelandair
Helgi Rúnar Þorsteinsson – Icelandair
Viðar Andrésson – Icelandair

Eftirfarandi aðilar munu ekki bjóða sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu í aðalstjórn:

Ívar Pétursson – Icelandair

Félagsmenn sem vilja láta sig málefni félagsins varða eru hvattir til að bjóða sig fram til stjórnar eða senda inn tillögur að framboði.

Framboðum skal skila til skrifstofu FVFÍ skriflega eða með tölvupósti á flug@flug.is eigi síðar en 3 dögum fyrir aðalfund.

Ársreikningur verður birtur á snjallforriti FVFÍ viku fyrir fund og mun einnig liggja fyrir á skrifstofu félagsins á opnunartíma sem er mán.‐fim. á milli 10 og 15 en fös. milli 10 og 12.

Stjórnin