Skip to main content

Leiðin að Flugvirkjanum

 

Síðan 1928 hafa Íslendingar lagt fyrir sig nám í flugvirkjun og hafa ýmsar leiðir verið farnar í þeim málum síðan þá, í gegnum árin hefur regluverkið í kringum flugvirkjanám stækkað töluvert og það sem eftir situr eru tvær námsleiðir sem samþykktar hafa verið gagnvart evrópskum flugmálayfirvöldum (EASA) fyrir útgáfu skírteinis flugvélatæknis (Part-66 skírteini) en þau eru gefin út af flugmálayfirvöldum hvers lands Samgöngustofa sér um útgáfu þeirra á Íslandi.

 

Þær leiðir sem um ræðir hefur Flugvirkjafélag Íslands einsett sér að fylgja eftir og varðveita til að viðhalda gæðastimpli stéttarinnar hér á landi, en þær eru einnig forsendur þess að félagsmaður geti þreytt sveinsprófs og þar með hlotið sveinsbréf með titli Flugvélavirki sem heimilar viðkomandi að starfa í iðninni á Íslandi.

Önnur þessara leiða er sú sem tíðkast hefur allt hvað lengst og hljóðar hún svo að farið er í 18 mánaða bóklegt nám hjá viðurkenndum Part-147 skóla og þarf sá sem lokið hefur slíka námi næst að komast að hjá viðurkenndu Part-145 viðhaldsverkstæði til þess að klára þá 24 mánuði sem er krafist í verklegt nám til að vera gjaldgengur í skírteinisumsókn. Hvoru tveggja þarf að vera lokið að fullu til þess að einstaklingur geti uppfyllt umsóknarkröfur. Bóklegi parturinn af þessari leið er kenndur hjá skólum um allan heim en þeirra á meðal er Tækniskólinn hér á landi sem að starfa í gegnum LRTT P-147 leyfi.

Hin leiðin sem boðið er upp á er sú sem einna helst er kennd í danska skólanum TEC þar sem nemendur þreyta grunnnám og geta því næst komist á starfssamning hjá Part-145 viðhaldsstöð og er námið þá tekið í lotum þar sem að bóklegt og verklegt nám er tekið til skiptis uns kemur að útskrift.

​Í öllum tilfellum gefa skólar út Certificate of Recognition eða CofR sem að viðurkennir að nemandi hafi lokið bóklegum hluta flugvirkjanámsins, þetta skírteini er einnig nauðsynlegt fyrir umsókn í sveinspróf jafnt sem umsókn flugvirkja til Part-66 skírteinis útgáfu. Verklegi þátturinn er vottaður af viðhaldsstöð þeirri sem að flugvirki þreytir verklega námið hjá.

FVFÍ skipar nefnd sem að heldur utan um öll gæðamál og yfirlit þeirra mála er snerta fræðihluta flugvirkjunar á Íslandi og heitir sú nefnd “Fræðsluráð”, nefndin starfar óháð stjórn félagsins en í beinu samráði við að leysa þau mál sem koma upp og þarfnast slíkrar sérfræðiúrlausnar, jafnt sem að aðstoða núverandi og verðandi flugvirkja við úrlausn sinna mála er varða umræddan fræðihluta og skólagöngu. Hægt er að hafa samband við nefndina með því að senda tölvupóst á frad@flug.is

Einnig tilnefnir FVFÍ aðila í “Sveinsprófsnefnd” sem er svo skipuð af Mennta og Menningarmálaráðuneyti Íslands en nefndarmenn sinna sérfræðistörfum við gerð og útfærslu sveinsprófa í flugvirkjun á Íslandi og starfa beint í samráði við ráðuneytið við þau mál sem prófunum tengjast.

 

Hér eru vefslóðir á Tækniskólan og Tec í Danmörku:

Tækniskóinn.

https://tskoli.is/namsbraut/flugvirkjun/

 

TEC í Danmörku.

https://tec.dk/erhvervsuddannelser/flytekniker