Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Félagsfundur FVFÍ verður haldinn þriðjudaginn 19. nóvember 2024

Eftir Fréttir

Félagsmenn FVFÍ

 

 

Félagsfundur FVFÍ verður haldinn þriðjudaginn

19. nóvember 2024 næstkomandi klukkan 20:00 að Borgartúni 22.

 

Dagskrá:

  1. Erindi frá Viðari Halldórssyni prófessor í félagsfræði.
  2. Kynning frá Birki Halldórssyni og Gunnari Bjarnasyni á ferð sinni til Ástralíu á AEI ráðstefnu fyrir hönd FVFÍ.
  3. Önnur mál.

 

 

 

Mætið vel og stundvíslega

 

Stjórn FVFÍ

Félagsfundur FVFÍ 3.Október

Eftir Fréttir

Fyrsti félagsfundur vetrarins var haldinn í sal FVFÍ fimmtudaginn 3. Október og var vel sóttur af tæplega 50 félagsmönnum. 

Björn Berg frá bjornberg.is hélt hnitmiðað erindi um lífeyrismál og þá sérstaklega tilgreinda séreign og hvað ber að hafa í huga þegar líða fer á seinni árin.

Erindið var afar fróðlegt og vakti mikinn áhuga viðstaddra.

Einnig var ný skemmtinefnd kynnt til leiks og verður mjög spennandi að sjá hvað þeir bera á borð fyrir félagsmenn. Án efa verður það þeim til sóma og félagsmönnum til góða.

Meira má lesa um lífeyrismál á lifeyrismal.is og hvetjum við alla til að kynna sér sín mál vel og reglulega.

Björn Berg flytur erindi

Varaformaður FVFÍ - Þorgrímur Sigurðsson

Sveinspróf í flugvirkjun verður haldið helgina 16-17. nóvember næstkomandi, ef næg þátttaka næst.

Eftir Fréttir

Undirbúningsámskeið fer fram dagana 11.-15. nóvember, milli kl. 18:00 – 21:00 í sal félagsins að Borgartúni 22. 3. hæð.

Umsóknir þurfa að berast fyrir 27. október 2024. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu félagsins, undir Eyðublöð og sendist til Flugvirkjafélag Íslands, Borgartúni 22, 105 Reykjavík, eða á flug@flug.is

Prófgjald kr. 5.500.- Námskeiðsgjald kr. 35.500.-

Þeir sem hafa verið meðlimir FVFÍ í 6 mánuði greiða ekki námskeiðsgjald.

 

Nánari upplýsingar hjá skrifstofu félagsins í síma 562 1610.

Vetrarfrí – Orlofshús FVFÍ

Eftir Fréttir

Opnað hefur verið fyrir “Vetrarfrí 23-28 Október” umsóknir í orlofshús FVFÍ.

Opið verður fyrir umsóknir til 22.september, 23:59

Úthlutað verður eftir punktastöðu.

Greiðslufrestur er  til 27. sept kl 09:00

 

Eftir úthlutun verður opnað fyrir fyrstur kemur fyrstur fær kl 11:00,  27 september.

 

Verð:
Flúðir og Húsafell – 30 þús, 40 punktar
Akureyri – 35 þús, 40 punktar
Sótt er um á www.orlof.is/fvfi

Veiðikortið 2024

Eftir Fréttir
Veiðikortið 2024
 
Hægt er að kaupa rafrænt veiðikort hjá Flugvirkjafélagi Íslands.
Veiðikortið er niðurgreitt af FVFÍ og kostar kr. 5.900 kr fyrir félagsmenn.
Veiðikortið er hægt að kaupa á orlofsvef FVFÍ hér
Nánari upplýsingar um veiðikortið er hægt að nálgast hér

Fordæmisgefandi dómur Hæstaréttar um vinnutíma í ferðum flugvirkja

Eftir Fréttir

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Landsréttar frá því sl. haust þess efnis að allur ferðatími flugvirkja hjá Samgöngustofu skilgreinist sem vinnutími. Flugvirkinn hafði því betur gegn íslenska ríkinu. Dómurinn hefur fordæmisgildi fyrir allan vinnumarkaðinn, hvort tveggja opinbera og almenna vinnumarkaðinn.

Í stuttu máli gengur niðurstaða dómsins út á að ef starfsmenn sem ferðast til annars áfangastaðar en reglubundinnar starfsstöðvar í því skyni að inna af hendi störf sín að kröfu vinnuveitandans, þar sem ferðatíminn er til lengri tíma en dagvinnutíma nemur, telst ferðatíminn til vinnutíma. Ber vinnuveitanda að tryggja lágmarksréttindi starfsmanns á þeim tíma lögum samkvæmt. Samgöngustofa og ríkið höfðu hafnað kröfu um að viðurkenna allan ferðatíma í ferðum milli landa sem vinnutíma, þrátt fyrir að sá hluti ferðatímans sem féll innan dagvinnutíma hafi verið viðurkenndur sem vinnutími og laun greidd fyrir dagvinnutímann. Byggir dómsniðurstaðan á túlkun á vinnutímaskilgreiningu, sem innleidd er í íslensk lög úr vinnutímatilskipun ESB. Héraðsdómur leitaði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins í því skyni að fá túlkun þess dómstóls á því hvernig skýra bæri umrætt ákvæði. Taldi EFTA-dómstóllinn að um vinnutíma væri að ræða þegar starfsmaður í svipaðri stöðu og flugvirkinn er í ferðum á vegum vinnuveitanda. Fallist var á dómsniðurstöðu EFTA-dómstólsins í málinu á öllum dómstigum hérlendis. Dómur Hæstaréttar er endanleg dómsniðurstaða um dómkröfu flugvirkjans.

Niðurstöðu Hæstaréttar er að finna hér: https://www.haestirettur.is/domar/_domur/?id=cdc3ef5b-6e88-4b16-a886-5644e6987ec1

Aðalfundur FVFÍ 2024

Eftir Fréttir

 

Aðalfundur FVFÍ verður haldinn miðvikudaginn 24. apríl í sal félagsins að Borgartúni 22 og hefst kl. 18:30

 

Fundarefni:

  1. Hefðbundin aðalfundarstörf
  2. Lagabreytingar:
    • Önnur umræða og kosning um tillögur af lagabreytingum á lögum Sjúkrasjóðs FVFÍ.
    • Kosið um reglugerðabreytingar á Starfsmenntasjóð FVFÍ.
    • Aðrar tillögur ef berast.
  3. Kosning stjórnar.
  4. Önnur mál.
  5. Veitingar að fundi loknum.

Tillögur til lagabreytinga verða að hafa borist stjórn félagsins eigi síðar en viku fyrir aðalfund.

Eftirfarandi aðilar munu bjóða sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu:

Óskar Einarsson – Icelandair
Þorgrímur Sigurðsson – Icelandair
Helgi Rúnar Þorsteinsson – Icelandair
Viðar Andrésson – Icelandair

Eftirfarandi aðilar munu ekki bjóða sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu í aðalstjórn:

Ívar Pétursson – Icelandair

Félagsmenn sem vilja láta sig málefni félagsins varða eru hvattir til að bjóða sig fram til stjórnar eða senda inn tillögur að framboði.

Framboðum skal skila til skrifstofu FVFÍ skriflega eða með tölvupósti á flug@flug.is eigi síðar en 3 dögum fyrir aðalfund.

Ársreikningur verður birtur á snjallforriti FVFÍ viku fyrir fund og mun einnig liggja fyrir á skrifstofu félagsins á opnunartíma sem er mán.‐fim. á milli 10 og 15 en fös. milli 10 og 12.

Stjórnin