Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Sveinspróf í flugvélavirkjun verður haldið helgina 10.-11. maí næstkomandi, ef næg þátttaka næst.

Eftir Fréttir

Undirbúningsámskeið fer fram dagana 5., 7. og 8. maí, milli kl. 17:30 – 21:30 í sal félagsins að Borgartúni 22. 3. hæð.

Umsóknir þurfa að berast fyrir 18. apríl 2025. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu félagsins, undir Eyðublöð og sendist til Flugvirkjafélag Íslands, Borgartúni 22, 105 Reykjavík, eða á flug@flug.is

Prófgjald kr. 5.500.- Námskeiðsgjald kr. 35.500.-

Þeir sem hafa verið meðlimir FVFÍ í 6 mánuði greiða ekki námskeiðsgjald.

 

Nánari upplýsingar hjá skrifstofu félagsins í síma 562 1610.

Icelandair - Long Term Planner

Starfsauglýsing – Aircraft Maintenance Technicians, Icelandair

Eftir Fréttir, Starfsauglýsingar

Aircraft Maintenance Technicians

Viðhaldssvið Icelandair ber ábyrgð á rekstri og eftirliti með viðhaldi flugvélaflota Icelandair. Hjá Viðhaldssviði Icelandair starfar öflugur hópur sem sér til þess að öryggi, áreiðanleiki og hágæða vinnubrögð séu höfð að leiðarljósi. Við leitum að áhugasömum einstaklingum í almenn flugvirkjastörf á stórskoðunum á flugvélaflota Icelandair og öðrum tilfallandi viðhaldstengdum verkefnum. Afleysingar í línuumhverfi koma einnig til greina, séu tilskilin réttindi fyrir hendi. Flugvirki kemur til með að vera í samvinnu við samheldinn hóp flugvirkja sem hafa áralanga reynslu í greininni.

Um er að ræða framtíðarstörf og er starfshlutfall er 100%. Æskilegt er að geta hafið störf sem fyrst.

Ábyrgðarsvið:

  • Almenn viðhaldsvinna
  • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfnikröfur:

  • Handhafi sveinsprófs og part 66 skírteinis eða hafa lokið viðurkenndu námi í flugvirkjun
  • Tegundaráritun er kostur
  • Góð öryggisvitund
  • Góð skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
  • Jákvætt hugafar og góðir samskiptahæfileikar
  • Geta og vilji til að skapa góðan liðsanda
  • Góð tölvukunnátta er æskileg

Stefna Icelandair er að stuðla að jafnrétti og fjölbreytileika á meðal starfsfólks og hvetur einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um.

Umsóknir óskast ásamt ferilskrá eigi síðar en 30. mars 2025.

Nánari upplýsingar veita:

Pétur Kristinn Pétursson, Manager, peturp@icelandair.is

Hildur Jóna Bergþórsdóttir, People Manager, hildurb@icelandair.is

 

Arctic Maintenance óskar eftir að ráða flugvirkja til starfa í Reykjavík

Eftir Fréttir, Starfsauglýsingar

Arctic Maintenance óskar eftir flugvirkja til starfa á starfsstöð félagsins í Reykjavík.

 Vegna aukinna verkefna óskar Arctic Maintenance eftir flugvirkja til starfa á starfsstöð félagsins í Reykjavík.

Helstu menntunar- og hæfniskröfur eru eftirfarandi:

  • EASA Part 66 skírteini með B1.1 áritun

Um er að ræða lifandi og skemmtilegt starf sem er vel launað og með sveigjanlegum vinnutíma. Áhugsamir þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Frekari upplýsingar gefur Gulli í síma 896 8266 og gulli@arcticm.is

Umsóknir um orlofshús FVFÍ – Sumarúthlutun 2025

Eftir Fréttir

Mánudaginn 17. mars kl. 12:00 verður opnað fyrir umsóknir um sumarúthlutun orlofshúsa á orlofsvef FVFÍ

Opið verður fyrir umsóknir frá kl 12:00 þann 17/03/2025 til kl. 23:59 þann 24/03/2025.

Sumarúthlutun er fyrir tímabilið 30. maí til 28. ágúst.

Úthlutað verður 25. mars en greiðslufrestur er til kl. 11:00 þann 31. mars.

60 punktar dragast frá fyrir úthlutaða viku. Suðursveit hefur ekki punktafrádrátt.

31. mars kl. 13:00 verður opnað fyrir “Fyrstur kemur fyrstur fær” fyrir þá sem fengu höfnun. Þar verða í boði laus tímabil (bæði óúthlutuð og ógreidd eftir úthlutun).

Opnað verður fyrir alla félagsmenn 2. apríl kl. 11:00

 

ATH – Fimmtudagar eru skiptidagar.

Sjá hlekk á orlofsvef:

https://orlof.is/fvfi/

 

 

GMT óskar eftir að ráða B737 NG/MAX B1/B2 flugvirkja

Eftir Fréttir, Starfsauglýsingar

GMT leitar að Boeing 737 NG/MAX B1/B2 manni/konu.

 Um almenna línuvinnu flugvirkja er að ræða og önnur tilfallandi störf. Unnið er á vöktum á línustöð GMT á Keflavíkurflugvelli.

Helstu menntunar- og hæfniskröfur eru eftirfarandi:

  • EASA Part 66 skírteini
  • Réttindi á Boeing 737 NG/MAX B1/B2

Umsóknar frestur er til 18. mars og áhugasamir eru hvattir til að senda umsókn á gmt@gmt.is 

auglýsing á alfreð

Næsti félagsfundur FVFÍ verður haldinn 10. mars kl. 19:00

Eftir Fréttir

Kæru félagsmenn

 

Félagsfundur FVFÍ verður haldinn mánudaginn 10. mars næstkomandi klukkan 19:00 í húsnæði félagsins að Borgartúni 22.

Dagskrá:

  1. Stjórn sjúkrasjóðs kynnir tillögur að breytingum á reglugerð sjúkrasjóðs FVFÍ fyrir komandi aðalfund FVFÍ og er þetta fyrri fundur af tveimur. Breytingar á reglugerð snúa að eftirfarandi þáttum:
    1. Réttur til sjúkrastyrks
    2. Réttur í færðingarorlofi
    3. Geymd réttindi
    4. Vísitölu viðmið fjárhæða
  2. Kjaramál tengd aðalkjarasamningi FVFÍ og Icelandair.
  3. Önnur mál.

Boðið verður upp á veitingar og samtal.

Hvetjum alla félagsmenn til að mæta og láta sig málefni félagins varða.

Stjórnin

 

 

Hugmyndabanki fyrir aðalkjarasamning

Eftir Fréttir

Kæru félagsmenn,

Núgildandi kjarasamningur milli FVFÍ og Icelandair er með gildistíma úr árið 2025. Samningurinn hefur verið í gildi frá ársbyrjun 2021 og í ljósi þessa langa tíma langar stjórn FVFÍ að leita í baklandið og gefa félagsmönnum starfandi hjá Icelandair tækifæri til þess að koma sínum athugasemdum á framfæri í gegnum hugmyndabanka.

Þetta er fyrsta skrefið í undirbúningi fyrir þær samningaviðræður sem fara í gang seinna á árinu. Þær hugmyndir og gögn sem berast munu nýtast stjórn og vinnuhópum við að móta áherslur fyrir komandi viðræður.

Í Appi FVFÍ má finna frétt með tengli á hugmyndabankann. Fyrir þá sem ekki hafa sótt appið nú þegar þá má nálgast það fyrir bæði Apple og Android með því að ýta á hlekk hér að neðan:

Android : FVFÍ

iOS-Apple: FVFÍ

Á sama tíma og við hvetjum ykkur til þess að vera óhrædd við að koma með hugmyndir að kjarabótum fyrir flugvirkja FVFÍ þá óskum við eftir málefnalegri umræðu, og ef við á gögnum til rökstuðnings.

Stjórn og vinnuhópar vilja fyrirfram þakka félagsmönnum fyrir að leggja sitt af mörkum við undirbúning fyrir komandi kjaraviðræður.

FVFÍ áskilur sér rétt til að hafa samband við aðila varðandi rýni á innsendum gögnum og vinnslu þeirra.

Stjórn FVFÍ

Umsóknir um orlofshús FVFÍ – Páskar 2025 og út maí 2025

Eftir Fréttir

Opnað verður fyrir umsóknir um orlofshús FVFÍ 17. janúar kl 12:00.

https://orlof.is/fvfi/

Tímabilin eru annars vegar páskavikan og hins vegar tímabilið til 31. maí 2025

Páskavikunni verður úthlutað eftir punktakerfi en annars gildir fyrstur kemur fyrstur fær.

60 punktar frádráttur fyrir leigu í páskavikunni.

 

Opnað verður fyrir umsóknir 17/01/2025 12:00.

Lokað fyrir umsóknir 27/01/2025 kl 23:59.

 

 

Norðurflug óskar eftir að ráða öflugan einstakling í stöðu tæknistjóra.

Eftir Fréttir, Starfsauglýsingar

Norðurflug óskar eftir að ráða öflugan einstakling í stöðu tæknistjóra.

 

Helstu menntunar- og hæfniskröfur eru eftirfarandi:

  • Gilt Part 66 skírteini
  • Starfsreynsla úr viðhaldsumhverfi í flugrekstri að lágmarki 5 ár
  • Reynsla af störfum er snúa að Base og/eða Line viðhaldi
  • Þekking á viðhaldsstjórnun og gerð viðhaldsáætlana (AMP)
  • Góð þekking á reglugerðum, öryggis- og gæðakerfum

 

Áhugasamir hafi samband við Norðurflug í netfangið info@nordurflug.is merkt „Tæknistjóri“