Fyrsti félagsfundur vetrarins var haldinn í sal FVFÍ fimmtudaginn 3. Október og var vel sóttur af tæplega 50 félagsmönnum.
Björn Berg frá bjornberg.is hélt hnitmiðað erindi um lífeyrismál og þá sérstaklega tilgreinda séreign og hvað ber að hafa í huga þegar líða fer á seinni árin.
Erindið var afar fróðlegt og vakti mikinn áhuga viðstaddra.
Einnig var ný skemmtinefnd kynnt til leiks og verður mjög spennandi að sjá hvað þeir bera á borð fyrir félagsmenn. Án efa verður það þeim til sóma og félagsmönnum til góða.
Meira má lesa um lífeyrismál á lifeyrismal.is og hvetjum við alla til að kynna sér sín mál vel og reglulega.