Samningatækninámskeið hjá flugvirkjafélaginu

02.03.2013
Til að undirbúa samninganefndir fyrir komandi kjarasamningaviðræður var ákveðið að halda samningatækninámskeið til að fræða og til að stappa í menn stálinu fyrir átök framtíðarinnar.

Opni háskólinn sá um kennsluna og var Sigurður Ragnarsson stundakennari við HR fenginn í kennsluna, Sérsvið Sigurðar eru leiðtogafræði, samningatækni og markaðsfræði.
 
Þátttakendur eru sammála um ágæti námskeiðsins og er möguleiki á að FVFÍ muni mennta hópinn enn frekar.

 

Hér má sjá uppbyggingu námskeiðsins:
 
SAMNINGATÆKNI 
Fagmennska í samningatækni hjálpar fólki að ná hámarksárangri, bæði í einkalífi og í starfi. Á námskeiðinu verður fjallað um lykilatriði árangursríkrar samningamennsku og samvinnu til að komast að góðu samkomulagi. Með fyrirlestrum, umræðum, æfingum o.fl. munu þátttakendur afla sér þekkingar og færni í samningatækni. Á námskeiðinu er lögð sérstök áhersla á gagnlega hluti sem nýtast í raunverulegum samningaviðræðum. Þ.á.m. er skoðað hvernig best er að haga undirbúningi og hvaða aðferðir stuðla að win-win lausn.
 
Ávinningur:
- Að þátttakendur átti sig á mikilvægi samningaviðræðna í starfi
- Að þátttakendur læri að þekkja og tileinka sér helstu grundvallaratriði innan samningatækni
- Að þátttakendur þekki ferli samningaviðræðna
- Að þátttakendur kynnist sínum eigin samningastíl