Ábending frá Flugmálastjórn Íslands varðandi vottunarréttindi

09.05.2013
 Að gefnu tilefni vill Flugmálastjórn vekja athygli á að handhafa skírteinis flugvéltæknis er ekki heimilt að neyta vottunarréttinda sinna nema hann hafi á undanförnum tveimur árum fengið sex mánaða reynslu af viðhaldi í samræmi við þau réttindi sem skírteini flugvéltæknis veitir, eða uppfyllt ákvæði um útgáfu viðeigandi réttinda (Part 66.A.20(b)2). 

Vottuð fyrirtæki eru öll búinn að koma sér upp kerfi til að skrá og halda utanum þessa reynslu, en hins vegar getur þetta verið vandamál hjá einyrkjum sem sinna viðhaldi loftfara í almannaflugi. Flugmálastjórn hvetur flugvéltækna og viðhaldsvotta til þess að skrá reynslu af viðhaldi sem getur m.a. komið sér vel til að aflétta takmörkunum (limitation) í Part-66 skírteini þegar við á. 

Fyrir neðan er greinin sem um ræðir og viðhengt er AMC & GM fyrir Part 66.A.20(b)2. 

(b) The holder of an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 

1. in compliance with the applicable requirements of Annex I (Part-M) and Annex II (Part-145); 
and 

2. in the preceding two-year period he/she has, either had six months of maintenance experience 
in accordance with the privileges granted by the aircraft maintenance licence or, met 
the provision for the issue of the appropriate privileges; and 

3. he/she has the adequate competence to certify maintenance on the corresponding aircraft; 
and 

4. he/she is able to read, write and communicate to an understandable level in the language(s) 
in which the technical documentation and procedures necessary to support the issue of the 
certificate of release to service are written. Samsvarandi grein er hægt að finna í reglugerð númer 400/2008 er varðar þjóðarskírteini sem er bein þýðing frá ICAO Annex I, sjá fyrir neðan. 

4.2.2.2 Heimildir handhafa skírteinis flugvéltæknis sem tilgreindar eru í gr. 4.2.2.1 skulu aðeins gilda: 
  
c) með því skilyrði að á síðastliðnum 24 mánuðum hafi handhafi skírteinisins 
annaðhvort starfað við skoðun, þjónustu eða viðhald á loftfari eða íhlutum í 
samræmi við réttindi þau er skírteinið veitir í minnst 6 mánuði, eða hann hafi 
uppfyllt á fullnægjandi hátt að mati Flugmálastjórnar þau skilyrði sem tilskilin 
eru fyrir útgáfu skírteinisins með þeim réttindum sem það veitir.