Kaup fest á nýju sumarhúsi

27.05.2013
FVFÍ hefur fest kaup á orlofshúsi í Húsafelli til útleigu fyrir félagsmenn og þeirra fjölskyldur sumar sem vetur og jafnframt selt sumarhús félagsins í Aðaldal
Bústaðurinn er byggður 2007 á leigulandi í Húsafellsskógi á fallegum stað í kjarrivöxnu landi. Hann er mjög rúmgóður, 70 fm með verönd og heitum potti. 2 svefnherbergi ásamt góðu manngengu svefnlofti. Stofa og eldhúsrými er mjög gott . FVFÍ leigði þennan sama bústað síðasta sumar og vetur þannig að hann er kunnuglegur fyrir sum okkar. Bústaðurinn verður leigður út í sumar og farið í endurbætur í haust. Þó húsið sé ekki gamalt þá hefur verið farin ódýr leið með eldhúsinnréttingu og fataskápa, og var tekið tillit til þess í kaupverði hússins. Stjórn FVFÍ óskar félagsmönnum til hamingju með nýjan sumarbústað í Húsafelli!