Kjarasamningaferli FVFÍ og viðsemjenda

27.08.2013
Kjarasamningar FVFÍ við viðsemjendur falla úr gildi þann 31. janúar 2014. 

Undirbúningur fyrir kjarasamninga hófst í vor þegar FVFÍ stóð fyrir námskeiði í samningatækni fyrir þá félagsmenn sem ætlað er að heyja kjarabaráttu fyrir hönd félagsins.

Nýr formaður samninganefndar hefur verið skipaður og er það Maríus Sigurjónsson. Verið er að leggja lokahönd á skipanir samninganefnda hjá viðhaldsfyrirtækjum.

Óskað er eftir tillögum og áherslum fyrir komandi kjarasamninga á póstfangið samningar@flug.is

Með baráttukveðju,
stjórn FVFÍ