Framtíð viðhaldsstöðvar ITS í KEF

18.09.2013
Fundir með forráðamönnum ITS

Nýverið voru haldnir tveir fundir með forráðamönnum Tæknideildar Icelandair (ITS) um framtíðarhorfur varðandi vinnuaðstöðu og mönnun í flugskýli félagsins á Keflavíkurflugvelli.
 
Málsaðilar kynntu hvor sín sjónarmið í málinu, en ljóst er að sívaxandi floti Icelandair kallar á samsvarandi aukningu í viðhaldi og aðstöðu.
 
Fundirnir voru fróðlegir en ekki hefur verið ákveðið með framhald þeirra.
 
Kveðja,
Stjórn FVFÍ