Úrskurðarnefnd upplýsingamála úrskurðar FVFÍ í vil

12.11.2013
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað úr um réttmæti synjunar Flugmálastjórnar (nú Samgöngustofa) á afhendingu upplýsinga til FVFÍ

Þessi úrskurður sem kveðin var upp á fundi nefndarinnar þann 7. nóvember s.l. varðaði beiðni frá FVFÍ til Flugmálastjórnar (á þeim tíma) um upplýsingar til staðfestingar um það hvort, og þá hverjir, hafðu lagt inn umsókn um Part 145 leyfi á ákveðnu tímabili.
 
Flugmálastjórn hafnaði beiðninni en FVFÍ lagði þá ákvörðun í kæruferli sem loksins var úrskurðað um eins og fyrr segir og var að fullu tekið undir málflutning FVFÍ og lagt að Samgöngustofu að afhenda umbeðnar upplýsingar.