Upphaf kjaraviðræðna

16.12.2013
Nú eru kjaraviðræður hafnar á almennum vinnumarkaði eins og flestir ættu að hafa séð í fréttum.
Viðræður FVFÍ við sína samningsaðila hafa verið að sigla af stað í rólegheitunum, en þess ber að gæta að viðræðuáætlanir FVFÍ eru yfirleitt tveim mánuðum á eftir öðrum að þessu sinni.
 

Fyrstu fundir hafa verið haldnir með Bluebird Cargo og Air Atlanta. Áætlað er að fyrstu fundir með Icelandair og Flugfélagi Íslands verði seinnipart þessarar viku sem er nýhafin. Ekki er búið að setja fundartíma með viðræðunefnd ríkisins, en sú nefnd er að raða niður fundartímum þessa dagana og bíðum við eftir fréttum af því.
Þegar þetta er ritað hefur slitnað upp úr öllum samningatilraunum ASÍ og SA til þessa og hljóðið ekki gott frá þeim aðilum og í raun ekki bjartsýni á hraðan framgang í þeim viðræðum. Sú deila er komin inn á borð hjá Ríkissáttasemjara eins og reyndar fleiri, hjá þeim aðilum er fyrst fóru af stað. Samninganefndir FVFÍ munu koma með uppfærslu á stöðunni þegar einhver skriður fer að koma á viðræður og einhverjar fréttir verður að færa.
 
Kveðja,
Stjórn FVFÍ