Fyrsta útskrift flugvirkjanema á Íslandi í áratugi.

23.12.2013
Föstudaginn 20. desember var útskrifaður fyrsti hópur flugvirkjanema á Íslandi frá árinu 1963.
 
Flugskóli Íslands einn af skólum Tækniskólans í samvinnu við LRTT stendur fyrir náminu sem gengið hefur framar vonum og hefur verið unnið í góðri samvinnu og með ráðgjöf frá FVFÍ.
 
Það er kærkomin breyting að geta fullnumið flugvirkjun á Íslandi og haldið þar með á lofti þeim gæðakröfum sem að FVFÍ stendur fyrir.
 
FVFÍ óskar Tækniskólanum, Flugskóla Íslands og útskrifuðum nemendum í flugvirkjun til hamingju með áfangann og vonast eftir áframhaldandi góðu samstarfi í framtíðinni.