Gríðarleg ábyrgð og mikilvægi flugvirkja með vottunarréttindi

20.03.2014
 Kæru flugvirkjar.

Hér fyrir neðan er hlekkur á samantekt frá Air Engineers International varðandi ábyrgðina sem flugvirkjar taka sér á hendur þegar þeir nýta vottunarréttindi sín (CRS release) við útskrift á flugförum.

Hæfni, menntun og reynsla flugvirkja með vottunarréttindi þegar kemur að ákvarðanatöku er varðar flughæfni flugvéla er líklegast í sérflokki hvað ábyrgð og afleiðingar varðar.
 
Þrýstingur frá flugrekanda og kapp við að halda seinkunum í lágmarki eru atvik sem flugvirkjar eiga við dags daglega þegar þeir taka yfirvegaðar ákvarðanir sem stuðla að öryggi loftfara.

 
Með bestu kveðju,
Stjórn FVFÍ.