Frumvarp til breytingar á lögum um loftferðir nr. 60/1998

26.03.2014
Umræða í fjölmiðlum um breytingar á lögum um loftferðir, nr. 60/1998, hefur verið nokkuð áberandi í fjölmiðlum undanfarið.

Sú tillaga er liggur fyrir af hendi Ríkislögreglustjóra gerir ráð fyrir hertum bakgrunnsathugunum á þeim sem hafa aðgangsheimildir inn á haftasvæði flugverndar eins og það er skilgreint í lögum um loftferðir.
 
Þetta mál á nokkra forsögu þar sem Ríkislögreglustjóra var úrskurðað (Persónuvernd 2012/969), óheimilt samkvæmt sömu lögum að afla sér upplýsinga um hvort einstaklingi hafi verið stefnt eða bíði meðferðar í einkamáli; hvort viðkomandi sé á skrá Creditinfo Lánstrausts hf yfir fjárhagsmálefni og lánstraust einstaklinga; og um hjúskaparstöðu viðkomandi og maka eða sambýling.
 
Svo djúp bakgrunnsathugun eins og farið er fram á, á sér enga stoð í þeim innlendu og/eða EASA reglugerðum sem vísað er til og er eingöngu vísbending um óhóflegan áhuga Ríkislögreglustjóra á að brjóta niður mörk persónuverndar sem eru reyndar eitt af því fáa sem virkilega verndar almenning fyrir hnýsni fyrirtækja og stofnana.
 
FVFÍ hefur því alfarið lagst gegn þessum fyrirætlunum.  Bæði með upprunalegu kærunni til Persónuverndar 24. september 2012 og svo með umsögn um fyrirliggjandi frumvarp til laga um loftferðir er sent var Umhverfis- og Samgöngunefnd þann 5. mars s.l. og lesa má á eftirfarandi slóð :
 
Eins má kynna sér feril málsins hér :