Frádráttarbært iðgjald í séreignarsjóð verður allt að 4%

28.05.2014

Þann 1. júlí næstkomandi verður frádráttarbært iðgjald launþega í séreignarsjóð allt að 4% að nýju.
 

Frá 1. janúar 2012 hefur iðgjaldið verið að hámarki 2% samkvæmt bráðabirgðarákvæði og átti sú lækkun að gilda fyrir tekjuárin 2012-2014. Í desember síðastliðnum var á Alþingi samþykkt breyting á lögum um tekjuskatt sem heimilar 4% frádráttarbært iðgjald launþega í séreignarsjóð frá og með 1. júlí 2014. 

 

Flugvirkjar hjá ITS sem voru með 4% iðgjald fyrir bráðabirgðar ákvæðið munu sjálfkrafa halda því áfram frá og með 1. júlí 2014.

 

Stjórn FVFÍ hvetur félagsmenn til að kynna sér réttindi sín hjá sínum vinnuveitanda er snúa að séreignarsjóði.


Með bestu kveðju,

Stjórn FVFÍ