Breyting á fyrirkomulagi starfsþjálfunar

06.10.2014
Á aðalfundi FVFÍ þann 25. apríl 2014 var samþykkt að breyta fyrirkomulagi á starfsþjálfun nema fyrir sveinspróf. 
 
Núgildandi reglur:
 
Þeir, sem lokið hafa skólagöngu með burtfararprófi frá viðurkenndum flugvirkjaskóla (Annex IV (EASA Part 147 Basic Training Course)) með B1 og/eða B2 áritanir geta, að lokinn 24 mánaða starfsþjálfun hjá viðurkenndu Flugvélaviðhaldsfyrirtæki (EASA Part 145 MRO) sótt um að þreyta Sveinspróf í Flugvirkjun. 
Umsækjandi um Sveinspróf hjá Flugvirkjafélagi Íslands má þreyta Sveinspróf ef að starfstími er að lágmarki 21 mánuður miðað við þann dag sem Sveinsprófið fer fram. 
Felld er úr gildi undanþága um styttingu á starfstíma þegar viðkomandi hefur lokið Sveinsprófi í skyldum iðngreinum
 
 
Með bestu kveðju,
Stjórn & Fræðsluráð FVFÍ