Enn er samningum ólokið fyrir hönd flugvirkja Samgöngustofu

09.01.2016

Ekki tókst að ljúka í gær kjara­samn­ing­um fyr­ir sex flug­virkja sem starfa hjá loft­hæf­is- og skrán­ing­ar­deild Sam­göngu­stofu. Nýr fund­ur hef­ur verið boðaður hjá Rík­is­sátta­semj­ara í dag. Flug­virkja­fé­lagið hef­ur boðað til verk­falls hjá Sam­göngu­stofu að morgni mánu­dags, hafi samn­ing­ar ekki tek­ist.

Birk­ir Hall­dórs­son úr samn­inga­nefnd Flug­virkja­fé­lags Íslands seg­ir að flug­virkjarn­ir hafi starfað án kjara­samn­ings frá ár­inu 1989. Samn­ing­ur­inn sem nú er unnið að er fyrsti samn­ing­ur sem gerður er fyr­ir um­rædda starfs­menn Sam­göngu­stofu. Birk­ir seg­ir að verið sé að sníða hann utan um nú­ver­andi kjör þeirra.