Icelandair Technical Services - Breytingar og nýjungar

22.02.2016
Icelandair Technical Services hefur vaxið hratt á undanförnum árum. Fyrirtækið hefur farið í gegnum ýmsar breytingar og teknar hafa verið ákvarðanir um uppbyggingu til að geta sinnt ört stækkandi flugvéla flota Icelandair.

Næsta sumar munu flugvélar Icelandair vera 2 x 767-300, 1 x 757-300, 27 x 757-200, alls 30 flugvélar. Einnig sinnir fyrirtækið öðrum verkefnum fyrir erlenda og innlenda flugrekendur.
Icelandair er stærsti atvinnuveitandi flugvirkja á Íslandi með á þriðja hundrað flugvirkja í vinnu í ýmsum störfum.

Verkfræðideild, Viðhaldsstýring, DOA, Icelandair Technical Training (ITT) og hluti annarrar skrifstofustarfsemi ITS á Keflavíkurflugvelli mun flytja í nýtt húsnæði Icelandair að Flugvöllum í Hafnarfirði.  
ITT hefur þegar hafið starfsemi á nýja staðnum en aðstaðan þar er hin glæsilegasta með nýtísku kennslustofum og aðgangi að B757 flughermi fyrir Run-up/taxi-ing þjálfun flugvirkja.
 
 
Stærstu fréttirnar úr herbúðum Icelandair fyrir flugvirkja eru þó þær að stjórn Icelandair Group hefur tekið ákvörðun um að byggja upp viðhaldsaðstöðu í Keflavík til framtíðar.
Bæta á við öðru skýli vestan megin við núverandi skýli og verða þau samtengd eins og sjá má myndum hér fyrir neðan. 
Við þessa stækkun mun bætast við aðstaða fyrir allt að tvær B757 hlið við hlið eða eina breiðþotu.
Ljóst er að miklir möguleikar eru fyrir hendi hjá Icelandair með þessari stækkun en í dag eru ein C-check lína og ein B- eða A-check lína í gangi yfir vetrartímann ásamt einu stæði mögulegu fyrir línuviðhald.

Fyrirhugað er að framkvæmdir hefjist á vormánuðum og áætlað að  sumarið 2017 verði ný viðhaldslína tilbúin til notkunar.

 

 
 
Sjá hér myndir frá nýju aðstöðunni í Hafnarfirði:
 
 
 
Ný glæsileg bókleg kennsluaðstaða. Á mynd til hægri er Ragnar Karlsson kennari að kenna flugvirkjum.
 
  
 
 
 
ITT Þjálfunarstjóri Valgeir Rúnarsson með Magnús Aðalsteinsson kennara á hægri hönd. Á mynd til hægri má sjá áhugasama flugvirkja í nýju stofunni.
 
 
 
 

 
 
Sjá hér teikningar af skýlinu. Bogadregni hlutinn er nýja skýlið.
 
 
 
 
 
Sjá hér teikningu tengda við skýlið sem nú er til staðar. Nýji hlutinn er til vinstri og sýnir 2 flugvélar.
 
 
 
 
Frétt þessi er unnin að mestu leyti úr kynningu Jens Þórðarsonar framkvæmdarstjóra ITS og með hans leyfi.
 
Samantekt fyrir FVFÍ,
Pétur K. Pétursson.