Árlegt þing AEI haldið á Íslandi

04.10.2016
Núna í október, 10.-14. nánar tiltekið, mun FVFÍ halda árlegt þing Aircraft Engineer International hér í Reykjavík.

Fundurinn verður haldinn á Hótel Natura Icelandair og eru 35 fulltrúar frá öllum heimsins hornum búnir að staðfesta komu sína á þingið.

Fulltrúar Íslands í AEI eru Þorsteinn Þorsteinsson flugvirki hjá Icelandair og Birkir Halldórsson flugvirki hjá Flugfélagi Íslands.

 

Hér er tengill á heimasíðu AEI. https://www.airengineers.org/