Uppfært 27.01.17 Styttist í afhendingu á nýrri eign FVFÍ á Akureyri

27.01.2017
27.01.2017: Húsið afhendist miðvikudaginn 1.Febrúar.2017 og verður þá hafist handa við að koma fyrir þeim búnaði sem þar verður og að öðru leyti gera það tilbúið til útleigu, auglýst verður til umsókna á leigu þegar húsið er tilbúið
 
Núna styttist í að nýjasta eign FVFÍ verði afhent en stefnt er að afhendingu á Holtalandi 11 á Akureyri 1.febrúar 2017.

Húsið er orðið fokhelt og er nú unnið að því að setja upp milliveggi.
Samkvæmt áætlun á málningarvinnu að vera lokið og flísalögn að vera hafin fyrir jól.
Búið er að malbika bílastæði, steypa pall og stéttar utanhúss.
Verkefnið er á áætlun og mun þetta hús vera í boði fyrir félagsmenn FVFÍ fljótlega eftir afhendingu.
 
Hægt er að lesa um svæðið og fyrirhugaðar byggingar á http://www.halond.is/
 
 
Hér má sjá myndir af framkvæmdunum.
 
 
 
 
Sjá hér lýsingu og mynd af vefsíðu Hálanda. 
Orlofshúsin í Hálöndum eru á einni hæð, 106m2 að stærð, staðsteypt, einangruð að utan og klædd liggjandi báruklæðningu. 
Þak húsanna er einhalla. Í húsunum eru þrjú svefnherbergi með gistimöguleika fyrir 8 manns.
Í alrými húsanna er góður eldhúskrókur, borð- og setustofa. 
Tvær snyrtingar eru í hverju húsi, önnur hluti af baðaðstöðu sem tengist pottrými hússins en hin deilir rými með þvottaherbergi inn af inngangi húsanna.
Pottrýmið er inni í húsunum en með beinu aðgengi út á suðurverönd í gegnum aðra af tveimur svalahurðum húsanna. 
Við veröndina er steinsteypt skjólgirðing og heim að húsunum er steinsteypt stétt, útbúin snjóbræðslukerfi. 
Stór geymsla með sérinngangi er í húsunum en þar geta gestir t.d. borið á skíði sín og geymt og þurrkað ýmsan viðlegubúnað.
 
 
 
 
Með bestu kveðju,
stjórn FVFÍ.