Rafrænar kosningar - Kjarasamningar WOW og AIC

12.04.2018
 Seinna í dag verða settar af stað rafrænar kosningar fyrir félagsmenn starfandi hjá WOW Air og Air Iceland Connect varðandi samþykkt á ný undirskrifuðum kjarasamningum.

Félagsmenn eru hvattir til að fylgjast með á læstu svæði undir "Tilkynningar", þar verður að finna leiðbeiningar er varðar framkvæmd á kosningu jafnt og tengla inn á kosningarnar sjálfar.
 
 
Uppfærsla; 13:29
Kosningarnar opna klukkan 14:00 í dag 12.04.2018, eru allir félagsmenn á kjörskrá hvattir til að kynna sér innihald viðeigandi samnings og kjósa áður en lokað verður fyrir kosningu þann 17.04.2018 klukkan 12:00, þessi tímarammi á við um báðar kosningar, WOW og AIC. 

Allar spurningar og fyrirspurnir berist til skrifstofu FVFÍ í síma 562-1610 eða tölvupóstfangi flug@flug.is