Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms frá því í febrúar 2022 þess efnis að ferðatími flugvirkja hjá Samgöngustofu skilgreinist sem vinnutími.
Flugvirkinn hafði því betur gegn íslenska ríkinu og telst dómurinn fordæmisgefandi fyrir allan vinnumarkaðinn.
Í stuttu máli er niðurstaðan sú að ef starfsmenn sem ferðast á vegum vinnu sinnar eru á ferðalagi lengur en vinnuskylda þeirra segir til um, eiga þeir að fá greitt fyrir þann tíma sem umfram er.
Héraðsdómur leitaði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins og Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Íslenska ríkið getur óskað eftir áfríunarleyfi til Hæstaréttar og er því óvíst hvort að um endanlega niðurstöðu er að ræða.
Niðurstöðu dómsins er að finna hér; https://www.landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?Id=ec727b5b-310c-4b77-8e2d-030f8688270b&verdictid=c847fd75-1528-4568-b6d8-8d8d89c12393