Skip to main content

Starfsauglýsing – Aircraft Maintenance Technicians, Icelandair

Icelandair - Long Term Planner

Aircraft Maintenance Technicians

Viðhaldssvið Icelandair ber ábyrgð á rekstri og eftirliti með viðhaldi flugvélaflota Icelandair. Hjá Viðhaldssviði Icelandair starfar öflugur hópur sem sér til þess að öryggi, áreiðanleiki og hágæða vinnubrögð séu höfð að leiðarljósi. Við leitum að áhugasömum einstaklingum í almenn flugvirkjastörf á stórskoðunum á flugvélaflota Icelandair og öðrum tilfallandi viðhaldstengdum verkefnum. Afleysingar í línuumhverfi koma einnig til greina, séu tilskilin réttindi fyrir hendi. Flugvirki kemur til með að vera í samvinnu við samheldinn hóp flugvirkja sem hafa áralanga reynslu í greininni.

Um er að ræða framtíðarstörf og er starfshlutfall er 100%. Æskilegt er að geta hafið störf sem fyrst.

Ábyrgðarsvið:

  • Almenn viðhaldsvinna
  • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfnikröfur:

  • Handhafi sveinsprófs og part 66 skírteinis eða hafa lokið viðurkenndu námi í flugvirkjun
  • Tegundaráritun er kostur
  • Góð öryggisvitund
  • Góð skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
  • Jákvætt hugafar og góðir samskiptahæfileikar
  • Geta og vilji til að skapa góðan liðsanda
  • Góð tölvukunnátta er æskileg

Stefna Icelandair er að stuðla að jafnrétti og fjölbreytileika á meðal starfsfólks og hvetur einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um.

Umsóknir óskast ásamt ferilskrá eigi síðar en 30. mars 2025.

Nánari upplýsingar veita:

Pétur Kristinn Pétursson, Manager, peturp@icelandair.is

Hildur Jóna Bergþórsdóttir, People Manager, hildurb@icelandair.is